Um Norræn tengslanet

Norræn tengslanet

Ný leið til norræns samstarfs

Norræn tengslanet er vefgátt sem ætlað er að koma á tengslum félagasamtaka á Norðurlöndunum. Við viljum byggja  gagnvirka vefgátt á þessum vettvangi fyrir samtök til að finna norrænna samstarfsaðila, skrá sig sem notendur og bæta tengslanet sín. 

Þetta er aðeins byrjunin. Framtíðin er full af möguleikum

Í fyrsta áfanga geta samtök þín

  • Skapað ný tengslanet á vefgáttinni og leitað i efnisflokkum 
  • Skipulagt sameiginleg málþing og viðtburði
  • Unnið að sameiginlegum stefnumálum og ákvörðunum 
  • Skapað ráðgefandi tengslanet fyrir Norrænu ráðherranefndina og Norðurlandaráð 

Í öðrum áfanga geta samtök þín

  • Haft samskipti í umræðuhópum á vefgáttinni 
  • Birt norrænar fréttir 
  • Skoðað norræna atburði í dagatalinu
  • Og margt fleira...

Norræn tengslanet vettvangurinn er alveg ný leið til að öðlast ný sambönd á Norðurlöndum 

Markhópur

Vettvangurinn er til fyrir norræn félagasamtök og stofnanir með norræna starfsemi af ýmsum toga

>  Norræn regnhlífarsamtök og félög
>  Óformleg norræn tengslanet milli tveggja eða fleiri landa
>  Norrænar stofnanir
>  Norræn verkefni
>  Önnur samtök með hagsmuni af norrænni samvinnu 

Öflugt norrænt borgaralegt samfélag

Norræn samvinna hvílir á grundvelli öflugs borgaralegs samfélags sem hefur áhrif á ákvarðanatöku. Því viljum við koma á laggirnar samstarfsvettvangi fyrir norræn borgaraleg samtök. Þessi vefgátt gerir norrænt samstarf mögulegt á áður óþekktan hátt. Þín samtök geta fundið nýjar leiðir til að komast í samband við önnur samtök  gegnum vefgáttina og önnur samtök geta fundið þig.

Við viljum líka efla samstarf borgaralegra samtaka við Norrænu ráðherranefndina og Norðurlandaráð. Gáttin Norræn tengslanet gerir norrænum ráðamönnum kleift að koma á laggirnar tengslaneti við ráðgefandi aðila. 

Markmið

Markmiðið er að skapa lifandi grundvöll til tengsla milli hins borgaralegs samfélags og opinberra norrænna valdaaðila. Það er mikilvægt fyrir bæði Norðurlandaráðið og Norrænu ráðherranefndina að geta eflt þeirra starfsemi með ráðgjöf frá sérfræðingum og jafnframt fyrir borgaralega samfélagið að bæta sína stöðu og fá meira vægi. Við teljum að það sé afar mikilvægt að styrkja samband félagasamtaka og Norðurlandaráðs/Norrænu ráðherranefndarinnar. Þessi vettvangur gæti þannig gert það mögulegt að samtök veittu ráðgjöf og hefðu frumkvæði varðandi ýmislegt sem tengist ákveðnum málefnum gagnvart Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni.

Þetta er bara byrjunin! Vertu með frá upphafi og taktu þátt í þróun þessa nýja norræna tengslanets! 

Við bjóðum öll samtök velkomin sem aðhyllast þau gildi sem eru hornsteinn norrænu velgerðarríkjanna. Það er að segja tiltrú, frelsi með ábyrgð, virðingu, hreinskilni, umburðarlyndi, jafnrétti og lýðræði. Verið velkomin!